Hólmarar hafa ráðið nýjan bandarískan leikstjórnanda eftir að þeir höfðu sagt samningi upp við Vance Cooksey, nýji leikmaðurinn heitir Travis Cohn og lék með Jacksonville háskólanum þar sem hann skoraði 10 stig að meðaltali, tók 2.9 fráköst og gaf um 1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Travis er svokallaður “combo” bakvörður en hann leikur bæði sem leikstjórnandi og skotbakvörður. Kappinn er um 187cm á hæð og mikill íþróttamaður.
Von er á kappanum fyrir leikinn gegn Þór Þorlákshafnar sem fram fer föstudaginn 10. janúar klukkan 19:15.



