spot_img
HomeFréttirEysteinn Bjarni Íþróttamaður Hattar 2013

Eysteinn Bjarni Íþróttamaður Hattar 2013

Eysteinn Bjarni Ævarsson var í gær útnefndur Íþróttamaður Hattar fyrir árið 2013. Eysteinn Bjarni er lykilmaður í 1. deildarliði Hattar sem situr í 4. sæti 1. deildar um þessar mundir.
 
 
Í tilkynningu frá Hetti segir m.a:
 
Íþróttamaður Hattar árið 2013 var körfuboltamaðurinn, Eysteinn Bjarni Ævarsson.
Eysteinn hefur leikið mjög vel með meistaraflokksliði Hattar á árinu. Hann bætti framlag sitt mikið undir lok síðasta tímabils eða í byrjun árs 2013.
Eysteinn var svo í vor valinn í 12 manna hóp U-18 landsliðsins sem lék á Norðurlandamóti í Solna í Svíþjóð í maí. Eysteinn lék vel á mótinu og var í byrjunarliði í þremur af fimm leikjum liðsins. Liðið vann 4 af 5 leikjum sínum á mótinu og fengu silfur. Eysteinn hefur einnig leikið með U-15 og U-16 landsliðum Íslands.
Eysteinn hefur leikið mjög vel í meistaraflokksliði Hattar í haust og nú þegar deildarkeppnin er um það bil hálfnuð þá hefur hann skorað 13 stig að meðaltali í leik tekið rúm 4 fráköst auk þess að gefa 3 stoðsendingar að meðaltali.
 
Mynd úr safni/ Gunnar Gunnarsson
  
Fréttir
- Auglýsing -