KR mun áfram tefla fram Terry Leake Jr. í Domino´s deild karla en á fyrri hluta mótsins söðlaði Terry um frá ÍR og yfir í Vesturbæinn. Var kappinn ráðinn til reynslu í DHL-Höllinni.
Leake Jr. sem er með 17,1 stig og 6,3 fráköst að meðaltali í leik hefur því náð að heilla Finn Frey Stefánsson þjálfara Vesturbæinga.
KR trónir á toppi Domino´s deildarinnar með 11 sigra og ekkert tap. Eins og þeir segja, „if it aint broke, why fix it?“ – svo áframhaldandi vera Terry í DHL-Höllinni ætti hvorki að vera undur né stórmerki.



