Verðlaunaafhending fyrir fyrri hluta Domino´s deildanna fór fram í dag þar sem Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson var valinn besti leikmaður Domino´s deildar karla en Lele Hardy besti leikmaður Domino´s deildar kvenna. Andy Johnston þjálfari Keflavíkurkvenna var valinn besti þjálfari fyrri hlutans í Domino´s deild kvenna og Finnur Freyr Stefánsson þjálfari karlaliðs KR var valinn besti þjálfarinn í Domino´s deild karla.
Úrvalslið fyrri hluta mótsins í Domino´s deild kvenna var skipað eftirtöldum leikmönnum:
Hildur Sigurðardóttir – Snæfell
Lele Hardy – Haukar
Sara Rún Hinriksdóttir – Keflavík
Hildur Björg Kjartansdóttir – Snæfell
Bryndís Guðmundsdóttir – Keflavík
Besti leikmaðurinn: Lele Hardy – Haukar
Besti þjálfarinn: Andy Johnston – Keflavík
Dugnaðarforkurinn: Marín Laufey Davíðsdóttir – Hamar

Sigmundur Már Herbertsson FIBA dómari var valinn besti dómari fyrri hluta Domino´s deildanna.
Úrvalslið fyrri hluta mótsins í Domino´s deild karla var skipað eftirtöldum leikmönnum:
Elvar Már Friðriksson – Njarðvík
Martin Hermannsson – KR
Pavel Ermolinskij – KR
Michael Craion – Keflavík
Ragnar Ágúst Nathanaelsson – Þór Þorlákshöfn
Besti leikmaðurinn: Elvar Már Friðriksson – Njarðvík
Besti þjálfarinn: Finnur Freyr Stefánsson – KR
Dugnaðarforkurinn: Darri Hilmarsson – KR

Þá var Marel Örn Guðlaugsson verðlaunaður fyrir bestan árangur í Domino´s „fantasy“ leiknum í fyrri hluta keppninnar en hann er einmitt sigurvegari síðasta árs. Það þarf svo ekkert að minna fólk á að hér er leikjahæsti leikmaður úrvalsdeildar karla frá upphafi á ferðinni svo hann kann sitthvað fyrir sér karlinn og er óhræddur við að sýna það í netheimum.

Myndir/ [email protected]



