CAI Zaragoza mátti í kvöld fella sig við 67-75 ósigur í Eurocup þegar Dedevita Zagreb kom í heimsókn. Jón Arnór Stefánsson hafði stefnt að því að vera með í leiknum en úr því varð ekki að þessu sinni en styttist óðar í kappann sem hefur verið fjarverandi sökum meiðsla.
Leikurinn í kvöld var sá fyrsti hjá Zaragoza í 32 liða riðlakeppninni sem er annað stig Eurocup. Joseph Jones var stigahæstur hjá Zaragoza í kvöld með 20 stig en Allan Ray gerði 17 stig í liði Zagreb.



