KKÍ og einfalt.is stóðu fyrir netkosningu í desember á byrjunarliðum karla og kvenna fyrir Stjörnuleikina 2014, en Stjörnuleikshátíð KKÍ fer fram 25. janúar í Schenkerhöllinni að Ásvöllum.
Nú er kosningunni lokið og komið í ljós hvaða leikmenn íslenskir körfuboltaaðdáendur kusu oftast. Það voru bestu leikmenn Domino’s deildar karla og kvenna í fyrri hlutanum sem hlutu flest atkvæði í kosningunni en það eru þau Elvar Már Friðriksson, Njarðvík, og Lele Hardy, Haukum, sem fengu viðurkenningu á dögunum fyrir frábæra frammistöðu fyrir áramót í deildinni.



