spot_img
HomeFréttirRagna Margrét lögleg í bikarnum um helgina

Ragna Margrét lögleg í bikarnum um helgina

Síðatliðinn fimmtudag ákvað dómaranefnd KKÍ að kæra atvik úr viðureign Vals og Snæfells í Domino´s deild kvenna. Brot Rögnu Margrétar Brynjarsdóttur leikmanns Vals var kært til aga- og úrskurðarnefndar og gerðist það í fyrsta sinn að dómaranefnd KKÍ nýtti nýtilkomna heimild til að skjóta málum fyrir aga- og úrskurðarnefnd.
 
 
Næsta laugardag mætast Valur og Snæfell í Poweradebikarkeppni kvenna og verður Ragna Margrét lögleg í þeim leik þar sem niðurstöðu í málinu er ekki að vænta fyrr en í næstu viku í fyrsta lagi. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ staðfesti þetta í samtali við Karfan.is í dag og sagði þetta alls ekki í fyrsta sinn sem aga- og úrskurðarnefnd tæki sér lengri tíma til þess að afgreiða mál.
 
Í reglugerð KKÍ um aga- og úrskurðarnefnd sambandsins segir: „Aga- og úrskurðarnefnd skal kveða upp úrskurði á miðvikudögum.“ Eins og gefur að skilja er þessi frestur útrunnin fyrir yfirstandandi viku og niðurstöðu því að vænta í næstu viku ef hægt er að sögn Hannesar.
 
Tengt efni:
  
Fréttir
- Auglýsing -