spot_img
HomeFréttirStórleikur Smith sá stigahæsti þetta tímabilið

Stórleikur Smith sá stigahæsti þetta tímabilið

Síðastliðinn fimmtudag landaði Skallagrímur góðum útisigri í Domino´s deild karla þegar Borgnesingar lögðu Snæfell 84-98 í Stykkishólmi.
 
 
Benjamin Curtis Smith hefur ekki látið sitt eftir liggja síðan hann mætti í Borgarnes og skoraði hann 49 stig gegn Snæfell á fimmtudag. Þessi 49 stig eru það mesta sem leikmaður hefur gert í Domino´s deildinni þetta tímabilið.
 
Fyrir leikinn á fimmtudag var metið 41 stig en þeir Logi Gunnarsson og Jason Smith fyrrum leikmaður KFÍ höfðu afrekað þennan stigamassa einir leikmanna.
 
Smith hefur leikið tvo leiki með Skallagrímsmönnum þessa vertíðina og gert í þeim 44,5 stig að meðaltali í leik, tekið 8 fráköst og gefið 4,5 stoðsendingar. Smith sáum við fyrst á mála hjá Þór Þorlákshöfn á síðustu leiktíð en þá var hann með 25,3 stig að meðaltali í leik. Á fimmtudag síðastliðinn gerði Smith eins og áður segir 49 stig, hann var 5-9 í teignum, 7-10 í þristum og 18-20 af vítalínunni!
 
Þeir leikmenn sem gert hafa 40 stig eða meira í einum leik í Domino´s deildinni þetta tímabilið:
 
r. Leikmaður Leikur Leiktími Stigaskor Hæsta gildi
1. Benjamin Curtis Smith Snæfell – Skallagrímur 16-01-2014 19:15 84:98 49
2. Jason Smith KFI – Njarðvík 11-10-2013 19:15 98:106 41
3. Logi Gunnarsson Njarðvík – Haukar 22-11-2013 19:15 105:83 41
4. Benjamin Curtis Smith Skallagrímur – ÍR 09-01-2014 19:15 86:93 40
5. Chris Woods Snæfell – Valur 21-11-2013 19:15 107:91 40
 
Mynd/ Eyþór Benediktsson: Benjamin Curtis Smith í leiknum gegn Snæfell síðasta fimmtudag.
Fréttir
- Auglýsing -