Einn leikur er á dagskránni í 8-liða úrslitum í Poweradebikarkeppni kvenna en þá mætast Valur og Snæfell í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda. Viðureign liðanna hefst kl. 16:00 en þegar er eitt lið búið að tryggja sig inn í undanúrslit en það gerðu KR konur í gærkvöldi með sigri á Grindavík í Röstinni.
Fimm leikir eru á dagskránni í 2. deild karla, tveir í 1. deild kvenna og þá er einn leikur í dag í 11. flokki drengja. Yfirlit yfir alla leiki dagsins má nálgast hérna.
Mynd/ [email protected] – Anna Martin og Valskonur taka á móti Snæfell í dag. Liðin mættust á dögunum í deildarleik í Vodafonehöllinni og þá fór Snæfell með stóran sigur af hólmi og því forvitnlegt að sjá hvernig fari í dag.



