Í dag eða réttara sagt á eftir munu stjórnir liða Grindvíkur og Njarðvíkur koma saman í Salthúsinu í Grindavík og grilla hamborgara ofaní stuðningsmenn liðanna beggja. Þess má einnig geta að stórleikur í enska botlanum milli Man Utd og Chelsea verður í beinni á staðnum og því ekki ónýtt að henda í sig einum brakandi ferskum hamborgara fyrir leikinn stóra í kvöld. Stuðningsmenn beggja liða eru velkomnir og ágóði af sölu borgaranna verður skipt bróðurlega milli liðanna tveggja. Eflaust á eftir að myndast skemmtileg stemmning milli stuðningsmanna en svo kl 19:15 í kvöld er allt lagt undir.
Grillið er tendrað kl 17:00 í Salthúsinu og herma sögur að Friðrik “Slow roast” Ragnarsson og Jón Gauti “Blitz-griller” Dagbjartsson verði aðal kokkar dagsins. Fróðlegt verður að sjá hvort þeir kappar nái að líkja eftir þeim borgara sem fylgir þessari frétt.



