spot_img
HomeFréttirArnar og Hrannar danskir bikarmeistarar um helgina

Arnar og Hrannar danskir bikarmeistarar um helgina

Arnar Guðjónsson og Hrannar Hólm urðu danskir bikarmeistarar með liðum sínum um helgina en Arnar er aðstoðarþjálfari hjá karlaliði Svendborg Rabbits sem bauð upp á magnaðan viðsnúning í leiknum og fögnuðu að lokum titli. Hrannar Hólm stýrir kvennaliði SISU og gerði það örugglega og til sigurs í bikarnum gegn Hörsholm 79ers.
 
 
Arnar og Svendborg kanínurnar komu til baka eftir að hafa verið 30-53 undir í hálfleik og kláruðu verkið 87-84. Hér að neðan má sjá um fimm mínútna langt myndband með helstu tilþrifum leiksins.
 
 
Hrannar og SISU voru sem fyrr ekkert nema öryggið uppmálað með 79-59 sigri þar sem Kiki Lund var stigahæst með 19 stig. Svipmyndir úr leiknum má sjá hér að neðan.
  
Fréttir
- Auglýsing -