spot_img
HomeFréttirÞór í undanúrslit í fyrsta sinn í sögu félagsins

Þór í undanúrslit í fyrsta sinn í sögu félagsins

Þór Þorlákshöfn fékk lið Hauka í heimsókn í 8 liða úrslitum Powerade bikarkeppni karla í kvöld. Fyrir leikinn mátti búast við hörku viðureign þrátt fyrir að lið Hauka hefði valtað yfir Þórsara fyrr í vetur.
 
 
Leikurinn byrjaði á góðri vörn beggja liða og mátti sjá greinilega á stigaskori leiksins að um mikilvægan leik væri að ræða. Þórsarar opnuðu leikinn þó strax á körfu frá Cook eftir að Ragnar blakaði boltnanum á hann í uppkastinu. En Haukar skoruðu næstu tvö stig og komust yfir og héldu forskotinu ef frá er talið hálf mínúta sem að Þórsarar leiddu. Staðan eftir fyrsta leikhluta 13-19 fyrir gestinna.
 
 
 
 
Emil Baraja opnaði svo annan leikhlutann með flottum tilþrifum og kom Haukum í 8 stiga forskot 13-21, en þá hrukku lærisveinar Benna í gang. Þórsarar skoruðu næstu 14 stig leiksins g breyttu stöðunni fljótt sér í vil, skyndilega voru það heimamenn sem voru með forustan og andleysi gestanna algert. 27-21 og Haukar tóku leikhlé. Eftir það náðu þeir aðeins að átta sig á hlutunum, en þó náðu þeir ekki að minnka muninn neitt, staðan 35-28 í hálfleik. Atkvæðamestur í liði Þórs var Nemanja Sovic með 12 stig.
 
 
 
 
Síðari hálfleikur hófst svo líkt og þriðji endaði að bæði liðin skiptust á að skora, Þegar um 4 mínútur voru liðnar af þriðja ákvað Nat-vélin að kveikja í sínum mönnum. Stóra strákurinn frá Hveragerði reif sig upp og dúndraði boltanum í körfuna og kom sínum mönnum yfir 42-33, Raggi skoraði svo aftur sjálfur, áður en Baldur Þór og Nemanja negldu niður rándýrum þristum og Tómas setti flott stökk skot og staðan skyndilega orðin 52-33, Þórsarar voru sem langt frá því að vera hættir, hver karfan á fætur annari rataði rétta leið og virtust Þórsarar hreinlega ætla að gera útum leikinn þegar þeir komu stöðunni í 58-38, Haukar áttu þó loka atkvæðið í leikhlutanum en Svavar Páll og Emil skoruðu sitthvora körfuna og löguðu stöðuna aðeins 58-42.
 
 
 
 
Einungis 10 mínútur eftir að leiknum og var þetta aðeins formsatriði fyrir Þórsara að klára leikinn. Haukarnir breyttu í svæðisvörn á móti Þórsurum sem voru ragir við að skjóta á móti henni, en þrátt fyrir að finna lítil svör rötuðu skotin niður, greinilegt var að Þórsarar áttu að vinna leikinn þegar að Tómas Heiðar setti þrist tvo metra frá línunni á sama tíma og skotklukkan rann út, staðan 63-44 og fátt sem benti til þess að Haukarnir kæmu til baka. En það sem er svo heillandi við þessa íþrótt er það að ávalt er von á áhlaupi, Haukarnir neituðu að gefast upp og komu stöðunni úr 65-48 í 65-55 á næstu fjórum mínútunum og munurinn kominn í aðeins 10 stig með rúmar þrjár mínútur eftir. En þá tók Herra Þorlákshöfn, Baldur Þór Ragnarsson, til sinna ráða og sallaði niður einum spik feitum og tók drekadans og kom liðinu í 68-55. Nú voru andlit Haukanna farin að brotna ansi mikið niður, en Emil Baraja neitaði að gefast upp, setti niður þrist og minnkaði leikinn í 68-60, síðan stal hann boltnaum strax úr innkastinu og fór uppí skot sem mislukkaðist og Þósarar náðu frákastinu. Þórsarar fóru svo illa að ráðum sínum á vítalínunni í lokin en sluppu með skrekkinn í þetta sinn og eru því komnir í undanúrslit í fyrsta sinn í sögu félagsins og mega vel við una.
 
 
 
 
Stigahæðstur í liði Þórs var díselvélin Nemanja Sovic með 21 stig og 9 fráköst, en hjá Haukum var það Watson sem leiddi með 18 stig og 12 fráköst.
 
 
 
Umfjöllun/Ívar Örn Guðjónsson
 
Mynd/ Davíð Þór – Natvélin sækir að körfu Haukanna. 
Fréttir
- Auglýsing -