spot_img
HomeFréttirÁtta liða úrslitum bikarsins lýkur í kvöld

Átta liða úrslitum bikarsins lýkur í kvöld

Í kvöld lýkur átta liða úrslitum í Poweradeb-bikarkeppni karla þegar ÍR tekur á móti Keflavík b í Seljaskóla kl. 19:15.
 
 
Þegar hafa Grindavík, Tindastóll og Þór Þorlákshöfn tryggt sér sæti í undanúrslitum keppninnar. ÍR leikur eins og kunnugt er í Domino´s deild karla en Keflavík b skipar einvalalið ofurmenna sem hér í eina tíð voru fyrirferðamiklir í bransanum. Viðureign liðanna fer fram í Hertz hellinum.
 
 
Mynd/ Björgvin Hafþór Ríkharðsson leikmaður ÍR mun í kvöld glíma við jaxla sem voru að landa titlum jafnvel áður en Björgvin steig fæti inn í þennan heim.  
Fréttir
- Auglýsing -