spot_img
HomeFréttirMagnús Þór með Keflavík b í kvöld

Magnús Þór með Keflavík b í kvöld

„Já, rétt til að komast í smá leikstand,“ svaraði Magnús Þór Gunnarsson þegar Karfan.is innti hann eftir því hvort hann myndi leika með Keflavík b í kvöld þegar liðið mætir ÍR í lokaleik 8-liða úrslitanna í Poweradebikarkeppni karla.
 
 
„Þetta er eini leikurinn sem ég fæ fyrir Njarðvíkurleikinn,“ sagði Magnús Þór en Keflavík og Njarðvík mætast í Domino´s deildinni á mánudag í næstu viku. Magnús staldrar reyndar við í þriggja stiga keppni Stjörnuleiks KKÍ áður en að grannaglímunni kemur.
 
„Ég fór á æfingu í gærkvöldi og maður gleymir skotinu ekki svo glatt, aðalmálið er að vera í leiktakti,“ sagði Magnús sem hefur aðeins leikið einn deildarleik með Keflavík þetta tímabilið en er að koma inn af fullum krafti núna eftir handarmeiðsli.
  
Fréttir
- Auglýsing -