spot_img
HomeFréttirÚrslit: ÍR síðasta liðið inn í undanúrslit

Úrslit: ÍR síðasta liðið inn í undanúrslit

ÍR varð í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum í Poweradebikarkeppni karla með 139-90 sigri á Keflavík b. Sigur ÍR var aldrei í hættu en það verður ekki annað sagt en að kempurnar úr Keflavík kunni enn sitthvað fyrir sér í sportinu. Liðin létu samtals 84 þriggja stiga skot vaða á körfurnar í leiknum, enginn smeykur við að lát´ann fljúga.
 
Þessi lið verða því í pottinum næsta fimmtudag þegar dregið verður í undanúrslit í Poweradebikarnum:
Grindavík, Tindastóll, ÍR og Þór Þorlákshöfn
 
ÍR-Keflavík b 139-90 (31-18, 38-21, 37-23, 33-28)
 
ÍR: Nigel Moore 21/11 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir/3 varin skot, Ragnar Örn Bragason 18/5 fráköst, Sveinbjörn Claessen 18/8 stoðsendingar, Hjalti Friðriksson 16/4 fráköst/6 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 15/7 fráköst, Kristófer Fannar Stefánsson 14, Vilhjálmur Theodór Jónsson 10/4 fráköst, Jón Valgeir Tryggvason 7, Matthías Orri Sigurðarson 6/6 fráköst/12 stoðsendingar, Sæþór Elmar Kristjánsson 6/5 fráköst, Stefán Ásgeir Arnarsson 5, Daníel Freyr Friðriksson 3/6 stoðsendingar.
Keflavík b: Gunnar Einarsson 23/5 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 15/6 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 11/4 fráköst, Elentínus Margeirsson 9, Davíð Þór Jónsson 7, Jón Nordal Hafsteinsson 6/5 fráköst, Gunnar H. Stefánsson 6, Sævar Sævarsson 6, Guðjón Skúlason 5, Sigurður Sigurbjörnsson 2/4 fráköst, Sigurður Ingimundarson 0, Albert Óskarsson 0.
Dómarar: Jón Bender, Einar Þór Skarphéðinsson
 
Mynd/ [email protected] – Björgvin Hafþór í kröppum dansi gegn varnarmönnum Keflavíkur b.
Fréttir
- Auglýsing -