Hið árlega minniboltamót Breiðabliks og Póstsins fer fram um helgina í íþróttahúsunum í Smáranum og í Kársnesskóla. Mótið verður glæsilegt að vanda en að þessu sinni eru hvorki fleiri né færri en 130 lið skráð til leiks og búist við um 700 keppendum.



