spot_img
HomeFréttirChynna þriggja stiga meistari

Chynna þriggja stiga meistari

Þriggja stiga keppni kvenna er lokið á Stjörnuleikshátíðinni og sigurvegarinn í ár kemur úr Stykkishólmi. Bakvörðurinn Chynna Unique Brown hafði sigur gegn Lele Hardy og Söru Dögg Margeirsdóttur í úrslitum keppninnar.
 
 
Chynna fékk 12 stig í lokaumferðinni en þær Sara og Lele fengu báðar 8 stig. Chynna hefur leikið fantavel með Snæfell í vetur með 22,8 stig og 9,0 fráköst að meðaltali í leik og 36,7% þriggja stiga nýtingu.
 
Mynd/ [email protected] – Chynna þriggja stiga meistari 2014 og Hannes S. Jónsson formaður KKÍ 

Fréttir
- Auglýsing -