spot_img
HomeFréttirStórsigur hjá Icelandair-liðinu

Stórsigur hjá Icelandair-liðinu

Stjörnuleikshátíð KKÍ 2014 er lokið en að þessu sinni fór hún fram í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði. Rétt í þessu var karlaleiknum að ljúka þar sem Icelandair-liðið fór með 140-116 sigur af hólmi. Stjörnumaðurinn Matthew James Hairston var valinn besti maður leiksins með 23 stig og 8 fráköst.
 
 
Icelandair-liðið undir stjórn Andy Johnston tók snemma forystuna í leiknum og leiddi 37-26 að loknum fyrsta leikhluta. Í hálfleik leiddu Icelandair menn 68-55 þar sem Hairston var kominn með 23 stig en Ólafur Ólafsson var með 12 í Domino´s liðinu og þegar hér var komið við sögu höfðu 22 troðslur verið framkvæmdar í leiknum og þeim átti bara eftir að fjölga.
 
Eftir þrjá leikhluta var staðan 100-83 fyrir Icelandair og lokatölur reyndust 140-116 eins og áður greinir. Það var Matthew James Hairston sem var útnefndur besti maður leiksins með 23 stig og 8 fráköst en Terrence Watson Haukamaður gerði 21 stig og tók 10 fráköst í Domino´s liðinu.
 
Icelandair liðið-Domino´s liðið 140-116 (37-26, 31-29, 32-28, 40-33)
 
Icelandair liðið: Matthew James Hairston 23/8 fráköst, Travis Cohn III 20/6 stoðsendingar, Elvar Már Friðriksson 18/6 fráköst/7 stoðsendingar, Chris Woods 18/11 fráköst/5 stoðsendingar, Michael Craion 16/4 fráköst/6 stolnir, Gunnar Ólafsson 14, Darrel Keith Lewis 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 13/13 fráköst/7 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 5/4 fráköst/8 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 0/6 fráköst.
Domino´s liðið: Terrence Watson 21/10 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 20/4 fráköst, Earnest Lewis Clinch Jr. 16/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 14, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11/6 fráköst, Mike Cook Jr. 10/7 stoðsendingar, Martin Hermannsson 7, Haukur Óskarsson 6, Matthías Orri Sigurðarson 5/6 fráköst, Kári Jónsson 4, Emil Barja 2/10 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 0.
Dómarar: Georg Andersen, Aðalsteinn Hrafnkelsson
 
 
Besti maður Stjörnuleiksins 2014, Matthew James Hairston
 
Domino´s liðið
  
Fréttir
- Auglýsing -