spot_img
HomeFréttirKR láta Leake fara

KR láta Leake fara

Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR staðfesti í samtali við Karfan.is að félagið hafi ákveðið að segja upp samningi sínum við Terry Leake Jr. Leikmaðurinn kom í DHL Höllina frá ÍR og þá fyrst til reynslu en síðar var samið við hann.
 
 
Óvíst er hvort nýr maður verði kominn í raðir KR fyrir leikinn gegn Stjörnunni næsta fimmtudag en Finnur staðfesti að toppliðið væri á höttunum eftir stærri leikmanni fyrir teigbaráttuna.
 
Terry Leake Jr. gerði 15,8 stig og tók 5,6 fráköst að meðaltali í leik á Íslandi en hann lék alls níu deildarleiki með KR-ingum.
  
Fréttir
- Auglýsing -