spot_img
HomeFréttirHelena með fimm stig í sigri Miskolc

Helena með fimm stig í sigri Miskolc

Landsliðskonan Helena Sverrisdóttir og félagar í Miskolc unnu í kvöld góðan 63-47 sigur á PEAC-Pécs í Middle European deildinni. Helena gerði fimm stig í leiknum fyrir Miskolc á tæpum 19 mínútum.
 
 
Skotnýtingin hefur oft verið betri, 1-4 í teignum og 0-2 í þriggja en 3-4 af vítalínunni, 7 fráköst, 1 stoðsending og 1 stolinn bolta en atkvæðamest í liði Miskolc í kvöld var Brittainey Raven með 20 stig og 10 fráköst.
 
Með sigrinum er Miskolc í 6. sæti MEL-deildarinnar með 9 sigra og 10 tapleiki. Miskolc á einn leik eftir í deildarkeppni MEL-deilarinnar á heimavelli gegn Novi Zagreb næsta laugardag. Úrslit leiksins á laugardag skipta ekki máli því Miskolc mun ekki ná í fjögur efstu sæti saman hvernig fer en aðeins fjögur efstu liðin í MEL leika í úrslitakeppninni.
 
Eftir leikinn á laugardag tekur við deildarkeppnin í Ungverjalandi þar sem Miskolc hefur ekkert spilað en innbyrðisviðureignir Miskolc í MEL-deildinni telja inn í keppnina í Ungverjalandi og mun Miskolc ekki leika gegn ungversku liðunum úr MEL deildinni en þó leika gegn öllum hinum sem ekki léku í MEL.
  
Fréttir
- Auglýsing -