spot_img
HomeFréttirCrystal Smith mætt aftur í gult

Crystal Smith mætt aftur í gult

Bandaríski bakvörðurinn Crystal Smith er mætt aftur í raðir Grindvíkinga og verður með liðinu í botnslagnum í kvöld þegar Grindavíkurkonur heimsækja stöllur sínar í Njarðvík í Ljónagryfjuna. Smith lék með Grindavík á síðustu leiktíð og var þá með tæp 26 stig að meðaltali í leik.
 
 
Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Grindvíkinga staðfesti þessi tíðindi við Karfan.is nú í morgunsárið. Þar með eru Grindvíkingar komnir með nýjan erlendan leikmann og tefla svo fram Pálínu Maríu Gunnlaugsdóttur annan leikinn í röð en hún er komin aftur á parketið eftir erfið meiðsli og lék í tæpar 32 mínútur í síðasta leik sem var tap gegn Haukum.
 
Mynd úr safni/ Jenný Ósk 
Fréttir
- Auglýsing -