spot_img
HomeFréttirGrindavík tók sigur í Ljónagryfjunni

Grindavík tók sigur í Ljónagryfjunni

 Grindvíkurstúlkur sóttu afar mikilvæg stig í botnbaráttunni í kvöld þegar þær hirtu stigin tvö sem í boði voru í Ljónagryfjunni. Leikurinn var hnífjafn nánast allan leikinn og það var ekki fyrr en á loka kaflanum að Grindavík náði að síga framúr og landa sigrinum. Njarðvíkurstúlkur höfðu þriggja stiga forystu í hálfleik 34:31. Lokastaða leiksins varð hinsvegar 60:65 gestina í vil og Njarðvíkurstúlkur sitja sem fastast á botni deildarinnar með 10 stig en Grindavík sleit sig frá botninum að sinni með og eru með 14 stig. 
 Sem fyrr segir var leikurinn nánast hníf jafn frá fyrstu mínútu og til marks um það þá var mesta foryst leiksins heil 6 stig.  Nikitta Gartrell hélt Njarðvíkurskútunni á floti með liðið nánast algerlega á herðum sér. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra og í hreint út sagt ótrúlegt með þetta Njarðvíkurlið sem getur farið í vesturbæinn og landað sigri á erfiðum útivelli en svo þegar heim er komið þá virðist þetta ekki vera að falla með þeim. Í kvöld voru hjá þeim allt of margir leikmenn sem “farþegar”. Þessar stúlkur vita það svo sem að þær þurfa að stíga upp og þær hafa sýnt að þær geta það.  Svo mætti líka gagnrýna skotvalið hjá þeim grænklæddu en í fyrri hálfleik höfðu þær tekið heil 13 þriggjastiga skot og ekki hitt úr einu einasta. Spurning að færa sig nær körfunni þegar sá gállinn er á þeim en þær enduðu leik með 21 þrist og aðeins þrjú stykki ofnaí. 
 
Crystal Smith var mætt aftur í Grindavíkurbúning en hún náði í leikheimild korter fyrir leik.  Einnig hafa Grindavíkurstúlkur endurheimt besta leikmann deildarinnar frá því í fyrra og það munaði svo sannarlega um hana í kvöld. Pálína Gunnlaugsdóttir setti niður 18 stig fyrir Grindavík en það sást hinsvegar að hún á eitthvað í land í sitt besta form og undirritaður hefur séð hana kröftugri á vellinum.  En vera hennar á vellinum þýðir mikið fyrir lið Grindavíkur sem loksins náði að landa sigri.   Crystal Smith komst ágætlega frá sínu hún sett niður 11 stig, tók 7 fráköst og stal 7 boltum. 
 
Það er óhætt að segja að útlitið sé ansi dökkt hjá Njarðvík. Þær sitja á botni deildarinnar með 10 stig og það eru 8 umferðir eftir, 5 af þeim leikjum eru á útivelli. 
Fréttir
- Auglýsing -