Keflvíkingar hittu ekki á góðan leik í gærkvöldi þegar KR valtaði yfir tvöfalda meistarana í Domino´s deild kvenna. Þó er gaman frá því að segja, og ekki oft sem það gerist, en í þetta sinn var varnarmaður Keflavíkur, Sandra Lind Þrastardóttir, hreinlega sóluð upp úr öðrum skónum.
Sumar gabbhreyfingar eru einfaldlega svaðalegri en aðrar en Sandra sem er á meðal frambærilegustu leikmanna landsins og gríðarlegt framtíðarefni lét sér fátt um finnast og hafði gaman af atvikinu.



