spot_img
HomeFréttirHafa unnið 68 leiki í röð!

Hafa unnið 68 leiki í röð!

Endrum og sinnum stíga fram árgangar og lið í yngri flokkum sem virðast hreinlega ófær um það að tapa körfuboltaleikjum. Þannig standa nú málin hjá 1998 árgangnum í KR en sá flokkur, þ.e. núverandi 10. flokkur, hefur ekki tapað leik síðan í 7. flokki.
 
 
Samtals eru sigurleikirnir orðnir 68 talsins og tapaði liðið síðast leik í fyrsta leik sínum í fyrsta fjölliðamótinu það árið í 7. flokki. Allar götur síðan þá hefur liðið unnið alla sína leiki á Íslandsmótinu sem og í bikarkeppninni.
 
Karfan.is hitti á nokkra liðsmenn 10. flokksins í gærkvöldi þar sem þeir voru við æfingar eftir úrvalsdeildarviðureign KR og Keflavíkur í kvennaflokki. 1998 árgangurinn heldur svo í vor til Svíþjóðar og mun taka þátt í hinu margfræga Scania Cup móti.
 
Myndir/ Á efri myndinni sem tekin var á dögunum er 10. flokkur KR nýbúinn að leggja Breiðablik að velli og tryggja sér sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar en á neðri myndinni eru nokkrir liðsmenn þessa öfluga KR-liðs að gera sig klára fyrir æfingu.
 
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -