Í dag fer fram fyrsti leikurinn í undanúrslitum Poweradebikarkeppninnar. Snæfell tekur þá á móti KR í kvennaflokki og hefst viðureign liðanna kl. 15:00. Það lið sem hefur sigur í leik dagsins tryggir sér miðann í Laugardalshöll og sæti í sjálfum úrslitaleiknum þann 22. febrúar næstkomandi.
Síðustu tveir deildarleikir liðanna hafa verið æsispennandi. KR vann í Hólminum í annarri deildarviðureigninni, 60-64 en Snæfell vann þriðja leikinn í Hólminum 67-65. Fyrst þegar liðin mættust hafði Snæfell öruggan sigur í DHL Höllinni 57-80 og eiga liðin eftir einn deildarleik í DHL. Sé tekið mið af síðustu tveimur leikjum þá selja liðin sig dýrt í Hólminum í dag.
Snæfell-KR
Undanúrslit bikarkeppninnar
Stykkishólmur kl. 15:00 í dag
Mynd/ Eyþór Benediktsson



