spot_img
HomeFréttirSnæfellskonur í Höllina í annað sinn

Snæfellskonur í Höllina í annað sinn

Kvennalið Snæfells mun leika til bikarúrslita þetta tímabilið og í annað sinn í sögu félagsins. Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmara í Höllinni var leiktíðina 2011-2012 þegar liðið mátti sætta sig við 84-77 ósigur gegn Njarðvíkingum.
 
 
Hverjir andstæðingar Snæfells verða í bikarúrslitum er enn óráðið þar sem Haukar og Keflavík mætast í seinni undanúrslitaleiknum í Schenkerhöllinni annað kvöld kl. 19:15.
 
Aðeins þrjú lið í íslenska kvennaboltanum hafa í dag farið eina ferð í bikarúrslit í Laugardalshöll en þau eru Valur, Snæfell og Þór Akureyri. Norðankonur urðu bikarmeistarar árið 1975 með 20-16 sigri á KR en bæði Valur og Snæfell töpuðu jómfrúarferð sinni í Höllina.
 
Mynd úr safni/ Hildur Björg Kjartansdóttir og Hólmarar leika til bikarúrslita 2014 gegn annað hvort Haukum eða Keflavík.
  
Fréttir
- Auglýsing -