spot_img
HomeFréttirJón Arnór: Erum á pari við markmið

Jón Arnór: Erum á pari við markmið

Karfan.is hafði samband Jón rnór Stefánsson nýlega eða stuttu eftir leik liðs hans gegn Lietuvos Rytas í Evrópubikarnum.  ”Leikurinn gegn þeim heima var bara slátrun og við hittum á okkar besta dag þetta tímabilið og á móti voru þeir bara þreytulegir. Þeir voru svo miklu ákveðnari en við og vildu ná hefndum í Litháen. Voru beittari í öllum sínum aðgerðum og keyrðu vel á okkur.” sagði Jón varðandi leik þeirra Zaragoza í Litháen. 
“Við vorum inní þessum leik allan tímann en svo taka þeir 10-0 run í fjórða og eftir það var þetta brekka. Í hreinskilni sagt er verkefnið mjög erfitt því við þurfum að vinna báða leikina okkar og treysta á önnur úrslit til að halda lífi í þessari keppni.” bætti Jón við um framhaldið í Evrópukeppninni. 
 
Jón átti við meiðsli að stríða fyrir áramót en hefur verið að koma nokkuð sterkur inn eftir þau.  ” Ég er hægt og bítandi að ná fyrri styrk en er ekki orðin 100%.  Varðandi liðið þá erum við á pari við okkar markmið í vetur. Erum í konungsbikarnum en þetta tímabilið er náttúrulega öðruvísi fyrir okkur með þessa Evrópukeppni.  Mikil tilbreyting frá einum leik í viku og þá helst andlegur undirbúningur og að halda sér peppuðum fyrir alla leiki.” sagði Jón að lokum. 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -