spot_img
HomeFréttirHM: Finnar drógust með Bandaríkjamönnum

HM: Finnar drógust með Bandaríkjamönnum

Rétt áðan lauk drættinum í riðla fyrir Heimsmeistaramótið í körfuknattleik sem fram fer á Spáni í september næstkomandi. Ein Norðurlandaþjóð verður á meðal keppnisþjóða en það eru Finnar sem drógust í C-riðil ásamt Bandaríkjamönnum. C-riðill verður leikinn í Bilbao. Það voru gömlu goðsagnirnar Juan San Epifanio, Dino Radja, Jose Ortiz og Jean Jacques Conceicao sem liðsinntu við dráttinn.
 
 
Riðlarnir
 
A-riðill – Granada
Spánn
Serbía
Frakkland
Brasilía
Egyptaland
Íran
 
B-riðill – Sevilla
Argentína
Filippseyjar
Púerto Ríkó
Grikkland
Króatía
Senegal
 
C-riðill – Bilbao
Bandaríkin
Dóminíska lýðveldið
Tyrkland
Finnland
Nýja Sjáland
Úkraína
 
D-riðill – Gran Canaria
Slóvenía
Litháen
Angóla
Kórea
Mexíkó
Ástralía
  
Fréttir
- Auglýsing -