”Þetta var alls ekki auðvelt og við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir erfiðan leik. Við vorum búnir að koma okkur í þægilega stöðu í fyrri hálfleik , gott forskot en þeir koma sér aftur inn í leikinn. En svo var þetta nokkuð sterkt hjá okkur hvernig við klárum loka fjórðungin í leiknum. Þórsarar eru stórhættulegt lið og eru með mörg vopn í sínu búri og þá sérstaklega í sókninni. Kaninn þeirra var virkilega heitur framan af og svo er maður alltaf smeikur að Sovic hrökkvi í gang. En við vorum að gera vel sem lið varnarlega í seinni hálfleik. Svo vorum við grimmir á sóknarfráköstin og ég er heilt yfir virkilega sáttur með góðan liðssigur hér í kvöld þar sem allir voru að leggja í púkið. Nú er bara að fara í Höllina og klára dæmið fyrir fullt og allt en það hefur reynst klúbbnum erfitt síðastliðin ár en við erum staðráðnir í því þetta árið. Spilum við ÍR þar og eigum svo sannarlega harma að hefna þar sem við töpuðum fyrir þeim í síðasta leik.” sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindavíkur eftir leik.



