spot_img
HomeFréttirVærlöse lá heima síðustu helgi

Værlöse lá heima síðustu helgi

Værlöse sá á eftir dýrum stigum síðustu helgi í dönsku úrvalsdeildinni þegar liðið tapaði 87-96 á heimavelli gegn Aalborg Vikings. Værlöse er á botni úrvalsdeildarinnar í Danmörku með 8 stig en Aalborg hefur nú 16 stig í áttunda og þriðja neðsta sæti deildarinnar.
 
 
Landsliðsmaðurinn Axel Kárason gerði 4 stig og tók 8 fráköst í leiknum fyrir Værlöse en í þeim 19 leikjum sem hann hefur spilað fyrir klúbbinn á tímabilinu hefur Axel verið með 8,2 stig og 7,1 frákast að meðaltali í leik.
  
Fréttir
- Auglýsing -