spot_img
HomeFréttirMartin heimsótti Oklahoma State

Martin heimsótti Oklahoma State

Martin Hermannsson leikmaður KR er nýkominn heim frá Bandaríkjunum þar sem hann var í heimsókn hjá Oklahoma State háskólanum. Karfan.is náði í Martin sem viðurkenndi að hugurinn heillaðist af námi og körfubolta í Bandaríkjunum.
 
 
„Ég er ekki búinn að semja en fór í heimsókn til Oklahoma State,“ sagði Martin aðspurður út í málið en Oklahoma leikur í 1. deild NCAA körfuboltans. „Aðstæður voru bara eins og þær gerast bestar, báðir aðilar eru mjög áhugasamir en það á margt eftir að gerast áður en hægt verður að fara í einhverja pappírsvinnu,“ sagði Martin en hvernig komst hann inn á radarinn hjá Oklahoma State.
 
„Óli Guðmunds gamall þjálfari hjá KR lét þjálfarann hjá Oklahoma State vita af mér,“ sagði Martin en eins og leikmaðurinn áréttar er ekkert fast í hendi en forsvarsmenn í DHL-Höllinni ættu að fara að undirbúa sig fyrir það að fylla skarð Martins á næstu misserum.
  
Fréttir
- Auglýsing -