spot_img
HomeFréttirÚrslit: ÍR með sigur í Vodafonehöllinni (Uppfært)

Úrslit: ÍR með sigur í Vodafonehöllinni (Uppfært)

Einum leik var að ljúka núna í Domino´s deild karla en það er viðureign Vals og ÍR. Gestirnir úr Breiðholti fóru með 79-90 sigur af hólmi en þetta var þeirra þriðji deildarsigur í röð.
 
 
Matthías Orri Sigurðarson var stigahæstur hjá ÍR með 24 stig og 8 fráköst en Chris Woods gerði 31 stig og tók 17 fráköst í liði ÍR.
 
Keflavík vann Þór í Þorlákshöfn með minnsta mun 93-94 þar sem Keflvíkingar komu sterkir inn í fjórða leikhluta eftir að hafa verið 10 stigum undir. Darryl Lewis setti niður 29 stig fyrir Keflavík og Michael Craion 28. Hjá Þór var Mike Cook Jr. með 27 stig og Natvélin smellti niður 21 og reif niður 14 fráköst.

KR vann öruggan sigur á KFÍ í DHL-höllinni 93-80. Darri Hilmarsson setti niður 19 stig fyrir KR og Martin Hermannsson bætti við 18. Nýliði þeirra KR-inga, Demond Watt setti niður 12 stig og tók 7 fráköst. Joshua Brown setti niður 28 stig fyrir KFÍ og Mirko Virjivic var með 12.

Grindavík vann svo Snæfell nokkuð örugglega 99-83 þar sem Sigurður Þorsteinsson skoraði 29 stig og reif niður 10 fráköst en hjá Snæfelli var Travis Cohn með 23 stig og 8 stoðsendingar.

Fréttir
- Auglýsing -