spot_img
HomeFréttirGrindvíkingar við stýrið frá upphafi

Grindvíkingar við stýrið frá upphafi

Grindvíkingar tóku á móti Snæfelli í Röstinni í Grindavík í gær og má með sanni segja að þeir gulu hafi byrjað leikinn með látum. Þeir hreinlega keyrðu yfir hálf dofna Hólmara og var engu líkara en að drengir Inga Þórs hafi verið mættir til þess að taka “bara” þátt í leiknum. Hver sóknin ofan í aðra endaði með léttum körfum heimamanna og allt stefndi í pínlegt tap Snæfells. Hraðaupplaup enduðu jafnvel með þrigga stiga körfu, troðslur og stuð hjá heimamönnum og allt í klessu hjá gestunum. Staðan eftir fyrsta hluta 38-16!!
 
 
Annar hluti hófst á troðslu frá Óla Troð og allt útlit fyrir áframhald á jarðaför gestanna. Um Þessar mundir vakti Ingi Þór sína menn og þeir fóru að spila eins þeir væru ekki að gera þetta í “djóki”. Hertu vörnina og fóru að setja niður alvöru skot og náðu muninum niðuí 11 stig áður en flautað var til hálfleiks. Skrýtinn fyrri hálfleikur að baki og einhverjir fengu sér bjór í öðru húsi….aðrir Mamma Miu pizzu og kók !! Staðan í hálfleik 56-45
 
Seinni hálfleikur hófst með svokallaðri “MONSTER” frá Clinch og grunaði þá mörgum að ruglið myndi hefjast á ný.Því fór fjarri og kom nú að því að Snæfells menn sýndu klær. Náðu muninum niður 5 stig þegar 3 min voru eftir. Þarna var í raun alvöru leikur í gangi ólikt byrjuninni. Um þessar mundir var verið að spila meiri varnir en hafði verið gert. staðan eftir 3. hluta 75 – 66.
 
Stuðið hélt áfram í 4 hluta og þrátt fyrir þónokkra ógn frá Snæfellsmönnum var sigurinn í raun aldrei í hættu og endaði leikurinn bara um leið og flautan gall og staðan þá 99 – 83
Siggi Þorsteins var með flottan leik 29 stig, 10 fráköst, 6 stoðsendingar og 5 stolna og til þess að toppa þetta endaði hann leikinn með enga villu eða 0 villur. Spurt er…hefur það gerst áður?? Næstur honum í góðu liði Grindvíkinga var Clinch með 26 og deginum ljósara að þar er fagmaður á ferð.
Hjá Snæfelli var Travis stigahæstur með 23 stig og Siggi Þorvalds 17 stig.
 
Nokkuð ljóst að Snæfell saknaði klárlega Nonna Mæju en hann stóð við Teigarans Inga í borgaralegum klæðum en hann glímir við bakmeiðsi og klárt að það veikir lið Snæfells.
 
 
Umfjöllun – JGD
Mynd/ Bjarki Guðmundsson 
 
Fréttir
- Auglýsing -