Tomasz Kolodziejski leit við með myndavélina í DHL Höllina í gær þar sem topplið KR mátti hafa sig allt við að landa tveimur stigum gegn KFÍ. Lokatölur voru 93-80 KR í vil en staðan 53-51 í hálfleik.
Darri Hilmarsson var stigahæstur í liði KR með 19 stig en Pavel Ermolinskij splæsti í þrennu með 13 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar. Hjá KFÍ var fyrrum KR-ingurinn Joshua Brown stigahæstur með 28 stig og 5 fráköst.



