spot_img
HomeFréttirDavis í stað Kobe í All Star leiknum

Davis í stað Kobe í All Star leiknum

 Anthony Davis hefur verið valinn til að koma í stað Kobe Bryant í Stjörnuleiknum sem fram fer í Houston heimabæ Davis 16. febrúar nk. Davis sem er á öðru ári sínu í deildinni var valinn fyrstur í valinu 2012 af New Orleans og hefur tekið gríðarlegum framförum síðan hann kom í deildina. Í ár er Davis að setja niður 20 stig og rífa 10 fráköst í leik og er efstur í vörðum skotum með 3.3 slík á leik. 
 
“‘Ég var orðlaus þegar þjálfarinn sagði mér að ég hafði verið valinn. Ég er ánægður að þeir hafi valið mig og mun reyna að standa mig vel.” sagði Davis nokkuð hógvær í miðlum vestra. 
 
Scott Brooks þjálfari Oklahoma City Thunder mun svo ákveða hver kemur í byrjunarliðið í stað Bryant.
Fréttir
- Auglýsing -