Gaman Ferðir hafa sett upp ferð á viðureign Valladolid og CAI Zaragoza en haldið verður til Spánar þann 7. maí næstkomandi. Þarna munu eigast við landsliðsmennirnir Jón Arnór Stefánsson leikmaður CAI Zaragoza og Hörður Axel Vilhjálmsson leikmaður Valladolid.
Verð
Ferðin kostar frá 135.900 kr. Innifalið er flug með WOW air, flug með EasyJet, gisting í tveggja manna herbergi með morgunmat, rúta til og frá flugvelli og miði á leikinn.
Flugferðin
Lagt er af stað með WOW air til London Gatwick miðvikudaginn 7. maí klukkan 07:00 og lent kl. 11:05. Flogið er áfram með EasyJet til Madrídar kl. 17:40. Flogið er heim á mánudeginum 12. maí með EasyJet kl. 16:30, lent á Gatwick kl. 17:50 og svo áfram með WOW kl. 20:40 og lent í Keflavík kl. 22:50.




