spot_img
HomeFréttirCoker tapaði síðustu tveimur leikjum

Coker tapaði síðustu tveimur leikjum

Heiðrún Kristmundsdóttir og félagar í bandaríska háskólanum Coker hafa mátt þola ósigur í síðustu tveimur leikjum sínum í SAC riðlinum. Alls 12 lið leika í riðlinum og situr Coker í 8. sæti með 8 sigra og 8 tapleiki.
 
 
Þann 5. febrúar síðastliðinn tapaði Coker 69-60 gegn Lenoir-Rhyne sem er efsta lið riðilsins. Heiðrún var í byrjunarliðinu í leiknum, gerði 2 stig á 28 mínútum, tók 5 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Annað tap kom svo þann 8. febrúar síðastliðinn gegn Mars Hill þar sem lokatölur voru 71-65. Heiðrún gerði 4 stig í leiknum á 25 mínútum, tók 2 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.
 
Næsti leikur Coker Cobras er á laugardag gegn Brevard á útivelli og um þýðingarmikinn leik að ræða þar sem Brevard er í níunda og næsta sæti á eftir Coker.
 
Mynd/Photo – Stan Barnhill
  
Fréttir
- Auglýsing -