spot_img
HomeFréttirDísel Dagur fertugur í gær

Dísel Dagur fertugur í gær

Við fengum góða sendingu ofan af Akranesi í gær. Körfuhundar þar á bæ tilkynntu okkur að eilífðarvélin Dísel Dagur Þórisson hefði orðið fertugur í gær. Karfan.is sendir þessum mikla höfðingja að sjálfsögðu árnaðar og heillaóskir af tilefninu.
 
 
Skagamenn létu neðangreint fylgja með sendingunni:
 
Dagur er búinn að spila 5 leiki á þessu tímabili og okkur reiknast til að hann sé búinn að spila 325 leiki með ÍA í Íslandsmóti og bikar, þar af eina bikarúrslitaleik ÍA árið 1996, og 2012 í úrslitarimmunni gegn Skallagrím um laust sæti í Úrvalsdeild, auk þess að hafa spilað 66 leiki með Grindavík 1999-2002 og varð t.d. bikarmeistari árið 2000 með Grindavík og margt margt fleira.  Okkur telst til að leikir hans séu því orðnir 391 samtals í Íslandsmóti og bikar á ferlinum.
  
Fréttir
- Auglýsing -