Þeir Mike Cook Jr. og Baldur Þór Ragnarsson, leikmenn Þórs í Þorlákshöfn, voru í dag dæmdir í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Bönn leikmannanna tóku gildi í dag svo þeir verða ekki með Þór á föstudag í Domino´s deildinni þegar Valsmenn koma í heimsókn.
Á heimasíðu KKÍ kemur fram að Baldur og Cook skuli sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Þórs og Keflavíkur þann 7. febrúar síðastliðinn.
Í viðureign liðanna sem var æsispennandi mun hafa soðið upp úr eftir leik þar sem dæmdar voru brottrekstrarvillur á Cook og Baldur.



