Í kvöld fara fram þrír leikir í Domino´s deild karla. Allir hefjast þeir kl. 19:15. Stigin sem í boði verða í Stykkishólmi í kvöld eru rándýr en þá eigast við Snæfell og ÍR sem bítast hart um sæti í úrslitakeppninni.
Leikir kvöldsins í Domino´s deild karla, 19:15:
Keflavík – Skallagrímur
Stjarnan – Grindavík
Snæfell – ÍR
Staðan í deildinni
| Nr. | Lið | U/T | Stig |
|---|---|---|---|
| 1. | KR | 15/1 | 30 |
| 2. | Keflavík | 15/1 | 30 |
| 3. | Grindavík | 12/5 | 24 |
| 4. | Njarðvík | 11/5 | 22 |
| 5. | Haukar | 8/8 | 16 |
| 6. | Þór Þ. | 8/8 | 16 |
| 7. | Stjarnan | 7/9 | 14 |
| 8. | Snæfell | 6/10 | 12 |
| 9. | ÍR | 6/10 | 12 |
| 10. | Skallagrímur | 4/12 | 8 |
| 11. | KFÍ | 4/13 | 8 |
| 12. | Valur | 1/15 | 2 |
Mynd/ Hjalti Friðriksson og ÍR-ingar leggja land undir fót í dag og halda í Stykkishólm.



