KR og Hamar mættust í gærkvöldi í Domino´s deild kvenna. Hamarskonur fóru með sigur af hólmi en í hálfleik fékk framtíðin að njóta kastljóssins.
Ungir iðkendur úr kvennaflokkum KR fengu þá að leika listir sínar fyrir vallargesti og var þeim vel tekið. Efnilegar ungar dömur þar á ferðinni og skemmtilegt framtak. Góð leið til að virkja félagsmenn og gera þeim kleift að taka eins virkan þátt í leik kvöldsins og mögulegt er.





