Línur eru teknar að skýrast nokkuð en hvað ef það yrði bara blásið til úrslitakeppninnar akkúrat núna? Hvernig myndu hlutirnir líta út? Við rýndum aðeins í málin en deildarkeppninni í úrvalsdeildum og 1. deildum karla og kvenna er þó hvergi lokið en spennandi lokasprettur á deildarkeppnunum er framundan í öllum fjórum deildunum.
Ef úrslitakeppnin hæfist núna í Domino´s deild karla
8-liða úrslit
1. KR – 8. Snæfell
2. Keflavík – 7. Stjarnan
3. Grindavík – 6. Þór Þorlákshöfn
4. Njarðvík – 5. Haukar
ÍR og Skallagrímur myndu sitja eftir sem liðin í 9. og 10. sæti en KFÍ og Valur myndu falla niður í 1. deild karla.
Ef úrslitakeppnin hæfist núna í Domino´s deild kvenna
Undanúrslit
1. Snæfell – 4. Valur
2. Haukar – 3. Keflavík
Hamar, KR og Grindavík myndu sitja eftir en Njarðvíkingar myndu falla niður í 1. deild kvenna.
Ef úrslitakeppnin hæfist núna í 1. deild karla
*Tindastóll færi beint upp í úrvalsdeild
Undanúrslit
2. Þór Akureyri – 5. Breiðablik
3. Höttur – 4. Fjölnir
Hamar, FSu og ÍA myndu sitja eftir en Vængir Júpíters og Augnablik myndu falla niður um deild (þess má geta að Augnablik er þegar fallið).
Ef úrslitakeppnin hæfist núna í 1. deild kvenna
Úrslitarimma um sæti í úrvalsdeild
1. Breiðablik – 2. Stjarnan



