Núna rétt í þessu var Marco Belinelli að sigra þriggja stiga keppnina á stjörnuhelginni. Bradley Beal jafnaði skorið hans í úrslitaviðureigninni en svo kviknaði í Belinelli í bráðabananum og hann setti 24 stig sem Beal réði engan veginn við. Það vakti samt athygli mína að Steve Kerr nefndi Craig Hodges og hans afrek í keppninni. Kerr talaði um að Hodges hafi verið meistari í að halda takti og réttum hraða í skotum sínum í gegnum alla keppnina.
Þetta minnti mig á þegar Hodges tók þátt 1991, þegar hann setti 19 fyrstu skotin sín niður og náði samtals 24 stigum. Setti niður í heildina 21 af 25 skotum. Ótrúleg skotsýning. Takið eftir því hvað skotið er alltaf nákvæmlega eins og takturinn stöðugur í gegnum öll skotin.



