CB Valladolid tapaði heima í gær í ACB deildinni þegar Students komu í heimsókn. Lokatölur 59-89 gestina í vil. Hörður Axel Vilhjálmsson lék í rúmar 13 mínútur í leiknum og gerði 3 stig, tók 1 frákast og gaf 1 stoðsendingu.
CB Valladolid og Students eru tvö neðstu lið deildarinnar og fátt sem bendir til annars en að Valladolid þurfi eiginlega á kraftaverki að halda til að bjarga sæti sínu í deildinni.
Þá verður CAI Zaragoza á ferðinni í dag þegar Jón Arnór og félagar mæta Iberostar Tenerife.



