spot_img
HomeFréttirÚrslit: Valur skellti Keflavík

Úrslit: Valur skellti Keflavík

Valskonur höfðu í dag öruggan sigur á Keflavík í Domino´s deild kvenna. Lokatölur 93-73 Val í vil sem með sigrinum minnkuðu muninn á Keflavík niður í 4 stig og 3. sætið því ekki úr myndinni hjá Val.
 
 
Anna Martin var stigahæst hjá Val með 34 stig og Ragna Margrét Brynjarsdóttir bætti við myndarlegri tvennu með 19 stig og 19 fráköst. Hjá Keflavík var Di´Amber Johnson með 27 stig og Sara Rún Hinriksdóttir bætti við 21 stigi.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -