spot_img
HomeFréttirAustrið með sigur í Stjörnuleik NBA

Austrið með sigur í Stjörnuleik NBA

Stjörnuleikur NBA deildarinnar fór fram í nótt. Kyrie Irving leikmaður Cleveland Cavaliers var valinn besti maður leiksins með 31 stig og 14 stoðsendingar en leikurinn fór fram í New Orleans.
 
 
Vestrið hafði unnið síðustu þrjá stjörnuleiki en austanmenn bundu enda á þá taphrinu í nótt. Carmelo Anthony setti met í Stjörnuleik NBA með 8 þrista og lokatölur reyndust 163-155 í þessari árlegu tilþrifasúpu.
 
Topp 10 tilþrif Stjörnuleiksins
 
 
Mynd/ LeBron James var fenginn til þess að athuga hvort netmöskvarnir væru ekki kyrfilega festir.
  
Fréttir
- Auglýsing -