ELVAR MÁR
ÍR- Grindavík
ÍR er eitt heitasta liðið í dag svo ég spái þeim 3 stiga sigri 87-84
Snæfell – Haukar
LeLe mun taka yfir í þessum leik og Haukar munu vinna með 7 stigum 72-79
KJARTAN ATLI
Haukar – Snæfell
Mér finnst alltaf gaman að sjá ný stórveldi í fæðingu. Snæfell er nú að gera sig gildandi í kvennakörfunni og það er gaman að sjá slíkt gerast. En ég held að allir séu sammála að LeLe Hardy sé besti leikmaður vallarins í þessum leik og í svona stórum leikjum er yfirleitt gott að giska á að liðið með besta leikmanninn innanborðs vinni. En annars er ég algjörlega hlutlaus í þessu.
ÍR – Grindavík Ég ætla að gerast djarfur og spá ÍR sigri í leiknum. Ekki að ég hafi eitthvað fyrir mér í því. Ég man bara ennþá að Tómas Holton var sá eini sem spáði okkur sigri árið 2009 gegn KR og það gladdi hjartað. Vonandi tekst mér að gleðja einhverja Breiðhyltinga með spánni. Annars vona ég að leikurinn verði skemmtilegur, annað getum við ekki farið fram á. En hvernig sem fer vona ég að Sverrir Þór Sverrisson setji kennslumyndband í bjórhellingum á netið.
TEITUR
Snæfell stelpur búnar að vera frábærar undanfarnar vikur og landa sigri, 79:77 eftir frábæra baráttu Hauka. Karlaleikurinn verður ekki spennandi, tel of mikinn getu mun á liðunum. Grindavík er í mjög góðum gír þessa daganna og eru bara of stór biti fyrir ÍR. 96:79 lokatölur.
SIGGI I
Snæfell – Haukar Bæði liðin hafa spilað mjög vel það sem af er tímabilinu og stefnir því allt í frábæran úrslitaleik. Snæfell mun sigra í mjög jöfnum leik. Grindavík – ÍR ÍR hafa spilað mjög vel eftir að hafa fengið Nigel More til liðs við sig og munu veita sterku liði Grindavíkur hörku keppni í þessum leik, en held þó að Grindvíkingar muni hafa sigur í lokin.
GAUTI
Þetta er í annað skiptið sem ég er beðinn að spá fyrir um leiki í úrslitum Poweradebikarsins. Ég var ekki sannspár síðast ( ef ég man rétt ) og í rauninni getur þetta aldrei orðið gáfulegt miðað við að ég skrifi þetta allt sjálfur og sé ekki ritskoðaður. Það vill nefnilega þannig til að ég hef voða lítið vit á körfubolta nema kannski bara að það lið sem skorar meira vinnur leikinn !! En hvað um það…ég byrja á kvennaleiknum. Ég þekki þessi tvö lið náttúrlega frekar lítið og í fljótu bragði tel ég það vera augljóst að Snæfell vinni þennan leik. Og afhverju held ég það…jú, liðið er nýorðið deildarmeistari, með verulega vel mannað lið og afbragðs þjálfara sem hefur marga fjöruna sopið auk þess sem hann er með svokölluð ” Teigsgen” Ég veit ekki hvort þessi “Teigsgen” hjálpa en þau eru til staðar. Þær eru búnar að vera í toppbaráttu undanfarin ár og búa yfir mikilli reynslu. EN…Haukarnir eru svosem ekki með lið sem telst vera eitthvað minniháttar ó nei!! Þær eru líka með vel mannað lið sem virtist að mínu mati byrja þetta tímabil frekar illa en hafa svo verulega unnið á. Svo eru þær náttúrulega með Lele Hardy en hún er nú bara þannig leikmaður að hún gæti spilað karlaliði og verið góð. Mín spá er að Snæfell vinni leikinn en það verður naumt.
Fyrir mig að spá fyrir um úrslit í leik minna manna í Grindavik og ÍR er síðan kapituli út af fyrir sig. Ég einfaldlega GET ekki með nokkru móti fengið mig til þess að spá ÍR sigri þó svo að það væri algjörlega kristaltært að svo myndi verða. Með þessu er ég náttúrulega ekki að gefa í skyn að svo sé, heldur betur ekki. En ég geri mér grein fyrir að mitt lið getur tapað nú á laugardaginn rétt eins og þeir gerðu í Hertzhellinum fyrir ekki svo löngu síðan….en það bara skal ekki gerast !! Ég spái því að Grindavík vinni leikinn en það verður ekki neitt klassíkt “Blitzkrieg” sem verður til þess heldur geri ég ráð fyrir að leikurinn verði taugatrekkjandi/óþægilegaspennandi/með dramatísku-ívafi frá byrjun til enda. Ég tel ( vona) að gæði Grindvíkinga séu aðeins meiri, reynslan aðeins meiri og sú löngun í þennan bikar eftir þrjár fýluferðir sé það mikil að enginn mannlegur máttur standi í vegi fyrir því að Grindavík vinni þennan leik og fái þennan fallega bikar heim til varðveislu í eitt ár eða svo. Á sama tíma geri ég mér fyllilega grein fyrir því að hungur ÍR-inga sé líka mikið og siglingin á þeim eftir áramót veruleg. En það breytir samt ekki því að ég spái mínum mönnum sigri með “einhverjum” stigi/stigum !!
JÓHANNES KRISTBJ.
Snæfell – Haukar
Snæfellskonur eru MEБETTA í ár. Þá á ég við að það er meistarabragur á liðinu. Þær eru með frábæran íslenskan leiðtoga, Hildi Sigurðar, sem hefur enn fulla stjórn á öllum flötum leiksins. Þær eru með erlendan leikmann sem heitir Unique og gefur þeim sannarlega einstakt framlag að því leyti að hún skyggir aldrei á að sólin fái skinið á aðra leikmenn liðsins þó svo hún gæti það alveg. Ofan á þetta teymi bætast Hildur Kjartans, Guðrún Gróa, Hugrún Eva og Eva Margrét sem eru bæði hávaxnar og með háa körfuboltagreindarvísitölu. Þetta væri í raun svokallaður „no-brainer“ ef ekki væri fyrir framlagsdrottninguna Lele Hardy sem er okkur Njarðvíkingum vel kunn. Stúlkan sú gæti leikið bakvörð í úrvalsdeild karla en hún skilar að meðaltali 27,5 stigum, 19,6 fráköstum og fiskar 7,8 villur á andstæðingana í hverjum leik. Þó hún fái stuðning frá Margréti Rósu, sem er skemmtilegur leikmaður, og Gunnhildi þá tel ég að Stykkishólmsliðið hafi dolluna með sér heim og það nokkuð örugglega 83-66.
ÍR – Grindavík
Þótt Íslandsmeistaratitillinn sé SÁ STÓRI þá er bikarúrslitaleikurinn alltaf mesta spennandi einstaki leikurinn sem leikmenn úrvalsdeildar geta spilað ár hvert. Hugur minn er hjá ÍR-ingum að þessu sinni þótt ég óski almennt Suðurnesjamönnum velgengni. Maður verður næstum því að grípa til biblíutilvitnana til að lýsa upprisu stoltra Breiðhyltinga á seinni hluta tímabilsins. Nigel Moore hefur verið hrósað mikið fyrir en það eru fleiri sem eiga hrós skilið í þeim herbúðunum. Byrjunarlið þeirra er allt að skila meira en 10 stigum á leik og meira en 10 framlagsstigum. Er eitthvað verður þeim að falli þá verður það lítið framlag af bekknum. Grindvíkingar eru með sterkari heildarhóp en ÍR og besta íslenska miðherjann í Sigga Þorsteins. Hann verður lykilmaður þeirra í leiknum enda varnarleikurinn í teignum helsta vandamál ÍR. Miklu skiptir hvernig bræðurnir Óli og Þorleifur mæta til leiks en þeir eru þekktir fyrir að kremja hugarsfarslega kókopuffskassa fyrir morgunmat. Ég ætla að leyfa mér að spá klassískri bikarrimmu með háu stigaskori 104-99 ÍR-ingum í hag.
bJÖRG HAFST
Spáin mín:
Kvennaleikurinn verður jafn og spennandi en held að Snæfell taki þetta í lokin. Þær hafa sýnt mikinn stöðugleika eftir áramót og með reynslubolta eins og Hildi Sig innanborðs munu þær taka bikarinn með sér til Stykkishólms. Lokatölur 68-61
Held að það sé kominn tími á að vinur minn Sverrir Þór Sverrisson taki sinn fyrsta bikartitil í karlaboltanum sem þjálfari. Grindvíkingar láta það ekki gerast 2 ár í röð að fara heim með silfrið, þeir munu koma betur stemmdir en í fyrra og sigra í hörkuleik 83-76
HELGI JÓNAS
Grindavík vs. ÍR Þetta verður hörkuleikur og það getur allt gerst í svona leik. ÍRingar hafa verið á siglinu eftir áramót og hefur Moore haft gríðarlega góð áhrif á leik þeirra. Þeir spila hinsvegar mikið á sama mannskapnum (5 leikmenn sem spila 30 mín+) og má lítið út af bera hjá þeim. Grindavíkingarnar hafa verið mun stöðugari í vetur og hafa verið að spila nokkuð vel. Breidd hjá þeim er mun meiri og verða þeir að halda uppi tempóinu og vera þolinmóðir. Það skiptir miklu máli fyrir Grindvíkinga að Siggi spili vel og haldi sér inn á vellinum. Grindavíkingar mun hafa þetta í lokin og vinna með 5 til 10 stiga mun. Snæfell vs. Haukar
Þetta er tvö bestu liðin í dag og verður hörkuleikur. Ég tel að Snæfell sé hinsvegar með sterkara lið og fari með sigur af hólmi í þessu leik. Það skiptir Haukaliðið miklu máli hvernig Lele Hardy spilar og ef hún á stórleik þá getur þetta breyst en aðrir leikmenn þurfa líka að stíga upp. Ég held að þróunin á þessum leik verði svipuð og tvær síðust leikir þessara liða. Snæfell verður alltaf skrefinu á undan og endar þetta með 10 til 15 stiga sigri þeirra
JÓN HALLDÓR
ÍR – UMFG þetta ætti að vera auðveldur sigur fyrir UMFG. það er hinsvegar þannig að þegar í svona leik er komið þá er ekkert að marka stöðu í deild og mannskap. ég hugsa að þetta verið hörku leikur en Sverrir og hans lærisveinar klári þetta. þarna vil ég meina að reynsla Sverris og nokkra leikmanna í Grindavík vegi þungt.
Snæfell og Haukar, þetta verður svakalegur leikur! 2 bestu lið landsins að mætast. Snæfell með Hildi og alla hennar reynslu og svo má ekki gleyma því að Ingi hefur smá reynslu. Haukar eru með lið inní liðinu ( Hardy ) þvílíkur leikmaður!!! Ef að hún verður uppá sitt besta þá gæti þetta orðið erfitt fyrir Snæfell. En þarna verður þetta spurnig um spennustig og auðvitað dagsformið. Ég spái því að Ingi og stelpurnar hans klári þetta í rosalegum leik.