Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem meistarar Miami Heat náðu í góðan útisigur á heimavelli strákunum hans Cuban í Dallas, Bobcats ríghalda í síðasta „spottið“ í úrslitakeppni Austurdeildarinnar með sigri á Detroit og Spurs náðu í sigur í Staples Center án Frakkans Tony Parker.
Dallas 106-117 Miami
LeBron James bauð upp á sinn stigahæsta leik á tímabilinu með 42 stig gegn Dallas en lét ekki þar við kyrrt sitja heldur bætti við 9 fráköstum og 6 stoðsendingum. Hjá Dallas var Dirk Nowitzki með 22 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar.
Detroit 96-108 Charlotte
Bobcats ríghalda í síðasta sætið fyrir úrslitakeppni Austurstrandarinnar en það á ýmislegt eftir að ganga á áður en því verður slegið föstu. Al Jefferson mætti með myndarlega tvennu fyrir Bobcats, 32 stig og 12 fráköst og auk þess 7 stoðsendingar. Brandon Jennings gerði svo 24 stig og gaf 7 stoðsendingar í liði Pistons. Svíinn Jonas Jerebko fékk að spreyta sig í rúmar sex mínútur með Pistons og setti tvö stig og tók 2 fráköst.
LA Clippers 103-113 San Antonio
Spurs kreistu fram sigur þrátt fyrir að Tony Parker væri að glíma við það sem þeir kalla „blessure“ á móðurmálinu hans eða jú meiðsli. Patty Mills kom bara í staðinn með læti af Spurs tréverkinu og sallaði niður 25 stigum. Gott ef Popovich gamli er ekki með smá svona Wenger/Ferguson element í sér, virðist hver sem er úr hinum ólíklegustu áttum getað blómstrað í höndum þessara meistara. Tröllatvenna frá Blake Griffin ætluðum Bieber-berjara dugði svo ekki til en Griffin var með 35 stig og 12 fráköst.
Tilþrif næturinnar
Öll úrslit næturinnar
FINAL
7:00 PM ET
ATL
![]()
98
IND
![]()
108
W
| Q1 | Q2 | Q3 | Q4 | F | |
|---|---|---|---|---|---|
| ATL | 23 | 26 | 26 | 23 | 98 |
|
|
|
|
|
||
| IND | 35 | 22 | 30 | 21 | 108 |
| ATL | IND | |||
|---|---|---|---|---|
| P | Korver | 19 | George | 26 |
| R | Millsap | 8 | West | 6 |
| A | Mack | 8 | Stephenson | 7 |





