spot_img
HomeFréttirYngvi dæmdur í eins leiks bann

Yngvi dæmdur í eins leiks bann

Yngvi Gunnlaugsson þjálfari kvennaliðs KR hefur verið dæmdur í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Bannið fékk Yngvi vegna háttsemi sinnar í leik UMFN og KR í Domino´s deild kvenna þann 16. febrúar síðastliðinn.
 
 
Yngvi tekur út bannið þann 26. febrúar næstkomandi þegar KR heimsækir Hauka í Hafnarfjörð.
 
Aga- og úrskurðarnefnd úrskurðaði einnig í tveimur öðrum málum í dag:
 
Agaúrskurður nr. 18/2013-2014.
Með vísan til ákvæðis b. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga – og úrskurðarmál skal hinn kærði, Oddur Benediktsson, þjálfari Hamars, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Tindastóls og Hamars í 1. deild Íslandsmóts karla, sem fram fór 14. febrúar 2014.
 
Agaúrskurður nr. 19/2013-2014.
Með vísan til ákvæðis b. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga – og úrskurðarmál skal hinn kærði, Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari KR, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik UMFN og KR í úrvalsdeild kvenna, sem fram fór þann 16. febrúar 2014
 
Agaúrskurður nr. 20/2013-2014.
Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga – og úrskurðarmál skal hinn kærði, Friðrik Hjálmarsson, leikmaður ÍR, sæta tveggja leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik ÍR og Tindastóls í unglingaflokki á Íslandsmóti karla sem fram fór þann 16. febrúar 2014.
  
Fréttir
- Auglýsing -