spot_img
HomeFréttirFlake framlengir í Síkinu

Flake framlengir í Síkinu

Darrell Flake hefur framlengt samning sinn við Tindastól og mun leika með liðinu út næsta tímabil. Frá þessu er greint á Tindastoll.is. Á heimasíðu Tindastólsmanna segir:
 
 
Stjórn KKD getur með mikilli ánægju sagt það hér með að Darrell Flake hefur framlengt samning sinn við félagið út næstu leiktíð. Lýsir stjórn KKD mikilli ánægju með það að hann verði áfram í herbúðum liðsins og hjálpi til við uppbygginguna sem er að eiga sér stað hjá klúbbnum. Darrell Flake er mikill viskubrunnur og frábær liðsmaður sem kallar ekki allt ömmu sína. Hann hefur í vetur leikið 29 min í leik og skorað á þeim minutum 17.5 stig og tekið 8,1 frákast í leik.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -